Ísafjarðarhöfn aflahæsta höfnin á Vestfjörðum

Togarafloti Ísfirðinga í höfn. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Ísafjarðarhöfn er aflahæsta höfnin á Vestfjörðum á þessu fiskveiðiári, sem hófst 1. september 2022 og lýkur í lok ágúst næstkomandi þegar litið er til heildar landaðs afla. Landað hefur verið 12.916 tonnum af afla. Bolungavík er næsthæsta höfnin með 12.491 tonn. Patrekshöfn er þriðja hæst með 5.382 tonn. Suðureyrarhöfn er í fjórða sæti með 2.814 tonn og Tálknafjörður í fimmta sæti með 1.644 tonn.

Af botnfiskafla er Ísafjarðarhöfn með 12.367 tonn og Bolungavíkurhöfn 12.361 tonn. Á Ísafirði var auk þess landað 536 tonnum af rækju og í Bolungavík 80 tonnum af ígulkerjum.

Strandveiðar ganga mjög vel og hafa aflast 7.790 tonn á landinu frá því að veiðarnar hófust. Eru 6.757 tonn þorskur og 974 tonn ufsi. Í þessum mánuði hefur verið landað 418 tonnum í Patrekshöfn og 332 tonnum í Bolungavíkurhöfn.

Langmest er veitt af þorski og er Bolungavíkurhöfn þar hæst með 7.547 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Í Ísafjarðarhöfn hefur verið landað 6.944 tonn af þorski. Patrekshöfn er í þriðja sæti með 3.278 tonn, Suðureyri 1.576 tonn og Tálknafjörður 1.219 tonn.

DEILA