Háskólasetur Vestfjarða: Gefum íslensku sjéns – Málþing 8. júní

Næstkomandi fimmtudag verður Háskólasetur Vestfjarða með málþing í húsakynnum sínum til stuðnings íslenskunámi útlendinga. Það hefst um 13 og stendur til kl 16. Flutt verða fjölmörg ávörp og sýnt kynningarmyndband.

Bragi Þór Thóroddsen, sveitarstjóri í Súðavík flytur sérstakt hvatningarávarp.

Á málþinginu verður unnið með spurninguna hvernig samfélag geti hjálpað til við máltileinkun fólks með íslensku sem annað mál og skapað tækifæri fyrir fólk til að taka framförum.

Málþingið er liður í dagskrá Gefum íslensku séns sem styrkt er af þróunarsjóði innflytjendamála.

Málþingið verður líka á netinu:
https://eu01web.zoom.us/j/69264952439

DEILA