Grásleppu- og smábátafrv urðu ekki að lögum

Grásleppu landað í Bolungavík. Mynd: Sigurgeir S. Þórarinsson.

Alþingi lauk í gær störfum þetta vorið. Meðal þingmála sem ekki náðu fram að ganga og urðu ekki að lögum voru frumvörp Matvælaráðherra um kvótasetningu grásléppuveiða og svæðisskiptingu smábátaveiða. Verður ráðherra því að endurflytja þau þingmál í haust vilji hann þá enn gera umræddar breytingar.

Atvinnuveganefnd hafði lokið umfjöllun grásleppufrumvarpsins og skilað af sér álitum til annarrar umræðu. meirhluti nefndarinnar, skipuð 6 þingmönnum af 9, fulltrúum stjórnarflokkanna þriggja lagði til að frumvarpið yrði samþykkt með þeirri breytingu að kvótasetningin miðaðist við veiðireynslu frá og með árinu 2014 til og með árinu 2022, að veiðiárinu 2020 undanskildu og að að hámarksaflahlutdeild hvers skips á grásleppuveiðum miðist við 1,5% í stað 2%, líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Fulltrúi Flokks fólksins lagðist gegn kvótasetningu og kvað almannahagsmuni ekki krefjast þess að skerða atvinnufrelsi manna. Segir í áliti hans að skýrt hafi komið fram hjá sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar og matvælaráðuneytis að ekkert benti til þess að grásleppa væri ofveidd og að núverandi stjórnun stofnsins næði ekki markmiðum um fiskvernd. Fulltrúi Pírata lagðist sömuleiðis gegn kvótasetningu grásleppu þar sem ljóst væri að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þjóni ekki heildarhagsmunum þjóðarinnar og hafi aukið misskiptingu í íslensku samfélagi.

Atvinnuveganefndin skilaði ekki álitum um svæðaskiptingu strandveiða.

Ekki barst álit frá fulltrúa Viðreisnar.

DEILA