Flateyri: götuveisla og Palla partý á laugardaginn

Frá götuveislunni á Flateyri.

Veðrið lék við Flateyringa á laugardaginn sem héldu sína árlegu götuveislu og Palla partý. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar sagði að hátíðin hafi gengið mjög vel og var vel sótt. Um daginn var götuveislan í blíðviðri og glampandi sól. Á kvöldvökunni voru hefðbundin atriði eins og söngvakeppni og kókosbollukeppni. Veitt voru verðlaun fyrir húsaskreytingu og fengu Ólafstún 3 og Eyrarvegur 13 verðlaun.

Kvöldvökunni lauk með varðeldi og síðan færðist dagskráin inn i Vagninn þar sem stiginn var dans frameftir nóttu.

Magnús Einar vildi færa öllum styrktaraðilum fyrir stuðninginn sem gerði það mögulegt að halda hátíðina.

Myndir: Páll Önundarson.

DEILA