Fasteignamat næsta árs hefur verið birt. Á Vestfjörðum hækkar matið mest í Reykhólahreppi. Mat allra fasteigna í sveitarfélaginu hækkar um 26,9% milli ára. Sé hins vegar skoðað sérstaklega hækkun á mati íbúðarhúsnæðis hækkar það um 43,5% í Reykhólahreppi.
Vesturbyggð er í næsta sæti með 26,1% hækkun mats allra eigna en íbúðarhúsnæðið hækkar mun meira eða um 33,6%.
Karldrananeshreppur er í þriðja sæti með 20,6% hækkun allra eigna og 27,0% hækkun íbúðarhúsnæðið.
Minnst er hækkunin í Ísafjarðarbæ. Þar hækka fasteignir um 14,2% og íbúðarhúsnæðið sérstaklega hækkar um 16,3%.
Fasteignamat 2024 | fasteignir | |
samtals | íbúðir | |
Bolungavík | 17,90% | 21,70% |
Ísafjarðarbær | 14,20% | 16,30% |
Reykhólahreppur | 26,90% | 43,50% |
Tálknafjörður | 17,50% | 24,30% |
Vesturbyggð | 26,10% | 33,60% |
Súðavík | 16,90% | 20,20% |
Árneshreppur | 19,20% | 25,10% |
Kaldrananeshreppur | 20,60% | 27,00% |
Strandabyggð | 19,80% | 24,70% |