Bolungavík: 1.399 tonna afli í maí

Bolungavíkurhöfn í maí 2023. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 1.399 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði.

Strandveiðarnar lögðu til 293 tonn á þeim 15 dögum sem róið var í mánuðinum. Fimmtíu bátar lönduðu afla. Þá bárust 11 tonn af sjóstangveiðibátum.

Togarinn Sirrý ÍS var aflahæst með 385 tonn eftir 5 veiðiferðir. Snurvoðarbátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS reru einnig í mái. Ásdísin fór 17 róðra og var með 204 tonn og Þorlákur var með 119 tonn í 10 róðrum. þálandaði Rifasi SH einu sinni 17 tonnum.

Línubátarnir voru með hartnær 400 tonn. Fríða Dagmar ÍS landaði 145 tonnum og Jónína Brynja ÍS 158 tonn, báðir eftir 15 róðra. Kristján HF var með 50 tonn í 4 róðrum, og Indriði Kristins BA 9 tonn.

Siggi Bjartar ÍS var á grásleppuveiðum og handfærum og landaði 7 tonnum.

DEILA