Arnarlax: tveir nýir fóðurprammar

Arnarlax hefur fjárfest fyrir rúman milljarð í tveimur stærstu fóðurprömmum landsins, sem munu heita Steinborg og Svanborg. Hvor um sig tekur 900 tonn af fóðri og eru þeir báðir hybrid með möguleika á landtengingu.
Við komu þessara pramma verða 7 fóðurprammar í skipaflota fyrirtækisins sem hafa geymslu fyrir 3.600 tonn af fóðri á hafi úti.

Arnarlax býður alla velkomna til Bíldudals að kíkja um borð í Svanborgu sunnudaginn 11. júní milli 12 og 14 þar sem prammanum verður gefið nafnið sitt.

Fóðurprammar Arnarlax hafa oft verið nefndir í höfuðið á fólki af svæðinu og verður þeirri venju haldið á sunnudaginn. Mun pramminn fá nafnið Svanborg í höfuðið á Svanborgu Guðmundsdóttur. Þrír ættliðir hennar munu gefa prammanum nafnið sitt á sunnudaginn, sonur hennar, barnabarn og barnabarnabarn hennar sem allir eru starfsmenn Arnarlax í dag.

Einnig verður opið hús á Bíldudal tæpri viku síðar um borð í Steinborgu föstudaginn 16. júní daginn fyrir þjóðhátíðardaginn næst komandi milli kl. 16 og 18.
Steinborg verður nefnd svo því hann er steyptur prammi og vegur 2.500 tonn tómur.

DEILA