Vinnustofa í Blábankanum í dag

Spennandi og hagnýt vinnustofa verður haldin í Blábankanum á Þingeyri í dag mánudaginn 15. maí kl. 16:30-19.

Ef þú ert með einhvers konar þjónustu, viðburði eða afþreyingu í boði á Vestfjörðum eða annars staðar og hefðir áhuga á að vita meira um hvernig þú getur notað samfélagsmiðla þér í hag, sem og önnur kynningarmál? Þá er þessi vinnustofa fyrir þig!

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir er leiðbeinandi á vinnustofunni en hún er kynningarstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og fyrrverandi háskólakennari í blaðamennsku.

Á vinnustofunni mun Ingibjörg kynna okkur fyrir nytsemi samfélagsmiðla og annarra miðla í kringum rekstur og nýsköpun og hvernig best er að nota þá.

Vinnustofan er öllum opin og frekari upplýsingar fást í gegnum netfangið info@blabankinn.is.

DEILA