Fiskistofa hefur ákveðið að fjölga veiðidögum hjá þeim grásleppubátum sem eru enn á veiðum eða eiga eftir að fara á grásleppuveiðar.
Þetta er gert eftir að Matvælaráðuneytið gaf út reglugerð sem tók gildi í gær og fjölgar veiðidögum úr 35 í 45.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur aðeins verið landað rét rúmlega 2.700 tonnum af grásleppu frá því að veiðitímabilið hófst í mars, en hámarksafli veiðitímabilsins er 4.411 tonn. Það á því eftir að veiða um 40% af þeim afla sem heimild er fyrir.
Fram kemur hjá fiskistofu að þeir grásleppubátar sem þegar hafa lokið 35 dögum á veiðum og eru ekki búnir að fá strandveiðileyfi get virkjað grásleppuleyfi í 10 daga með því að hafa samband við stofnunina.
Þeir bátar sem hafa hafið strandveiðar geta hins vegar ekki framlengt grásleppuleyfi sín.