Veiðidögum á grásleppu fjölgað

Fiski­stofa hefur ákveðið að fjölga veiðidög­um hjá þeim grá­sleppu­bát­um sem eru enn á veiðum eða eiga eft­ir að fara á grá­sleppu­veiðar.

Þetta er gert eftir að Mat­vælaráðuneytið gaf út reglu­gerð sem tók gildi í gær og fjölg­ar veiðidög­um úr 35 í 45.

Sam­kvæmt upplýsingum Fiski­stofu hef­ur aðeins verið landað rét rúm­lega 2.700 tonn­um af grá­sleppu frá því að veiðitíma­bilið hófst í mars, en há­marks­afli veiðitíma­bils­ins er 4.411 tonn. Það á því eft­ir að veiða um 40% af þeim afla sem heim­ild er fyr­ir.

Fram kem­ur hjá fiskistofu að þeir grá­sleppu­bát­ar sem þegar hafa lokið 35 dög­um á veiðum og eru ekki bún­ir að fá strand­veiðileyfi get virkjað grá­sleppu­leyfi í 10 daga með því að hafa sam­band við stofn­un­ina.

Þeir bát­ar sem hafa hafið strand­veiðar geta hins veg­ar ekki fram­lengt grá­sleppu­leyfi sín.

DEILA