Vatnslitamyndasýning í Listasafni Samúels í Selárdal

Heyskapur í Selárdal og bærinn Brautarholt í baksýn.

Júlía Leví G. Björnsson opnar sýningu í Listasafni Samúels í Selárdal í Arnarfirði á vatnslitamyndum þann 23.júní nk. 

Myndirnar sýna gamla búskaparhætti í Selárdal Arnarfirði og verkin hans Samúels.

Júlía  fædd 1947 er ættuð úr Selárdal og dvaldi þar mikið sem barn. Man vel eftir Samba, en það var hann Samúel kallaður af sveitungum. 

,,Ég hef sótt nokkur námskeið í myndlist. Mála mest mér til ánægju og vonandi öðrum líka. Þessvegna hef ég myndirnar mínar ódýrar. Bara svona um tíu þúsund krónur hverja. „

Efsta myndin er af fjárhúsunum og hlöðunni hans Gísla á Uppsölum. 

Miðmyndin er kölluð ,,Draumsýn Leifs heppna“ Samúel bjó til myndastyttu af Leifi í líkamsstærð, þar sem hann horfir í vesturátt, til Ameríku og skyggir hönd fyrir sólu.

Neðsta myndin sýnir heyskap í Selárdal og bærinn Brautarholt í baksýn. 

 Brautarholt er yfirleitt kallað Listasafn Samúels í dag.

Draumsýn Leifs heppna.
Fjárhús og hlaða Gísla á Uppsölum.
DEILA