Uppbygging í Skerjafirði: vegið að landsbyggðinni

Reykjavíkurflugvöllur séð til suðurs, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í bakgrúnni. Mynd: Mats Wibe Lund.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum á landsbyggðinni hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma um uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirðingum og lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þess. Segja þeir að með ákvörðuninni sé samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.

„Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.“

Skora oddvitarnir á  borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.

Tilefnið er nýúkomin skýrsla starfshóps Innviðaráðherra, sem  skipaður til að meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Þar segir að ekki sé þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Skerjafirði og bent er á mögulegar mótvægisaðgerðir til að vinna gegn því að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari.

Meðal oddvitanna fjórtán eru oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarb, Vesturbyggð og Bolungavík, þeir Jóhann Birkir Helgason, Ásgeir Sveinsson og Baldur Smári Einarsson.

Munu þeir, hver í sínu sveitarfélagi, leggja fram ályktun í bæjarstjórn þar sem farið verið fram á frestun málsins.

DEILA