Þingeyri: íbúasamtökin vilja frá styrki úr Fiskeldissjóði til verkefna í Dýrafirði

Kvíar í Dýrafirði. Mynd: Arctic Fish.

Íbúasamtökin Átak á Þingeyri vilja að sótt verði um styrki úr Fiskeldissjóði sérstaklega til verkefna í Dýrafirði.

Lagt var til á fundi samtakanna í vor að Íbúasamtökin hefji vinnu við greiningu á verkefnum sem gætu flokkast sem styrkhæfir í sjóðinn og bent var á að Dýrafjörður ber 10.000 tonna lífmassa í laxeldinu og styrkir séu ekki veittir í samræmi við það.

Í síðustu úthlutun úr sjóðnum komu tveir styrkir í hlut Ísafjarðarbæjar. Var það til verkefna í Súgandafirði og á Flateyri. En í sveitarfélaginu er framleiðslan á eldislaxi einkum í Dýrafirði.

Íbúasamtökin segja mikla vöntun á uppbyggingu í bænum svo sem við gangstéttir, gatnagerð, viðhald mannvirkja, fráveitukerfi og fleira.

Aðalfundur Átaks var haldinn 16. maí síðastliðinn og lét Helgi Ragnarsson af formennsku.

Guðrún Steinþórsdóttir var kosinn formaður, og inn komu ný í stjórn íbúasamtakanna :
Jovina M. Sveinbjörnsdóttir
Óðinn Hauksson
Og til vara :
Marsibil G. Kristjánsdóttir og
Guðmundur Ólafsson

DEILA