OV: fjölgar hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Glæra sem sýnir hleðslustöðvar O.V. á Vestfjörðum.

Fram kemur í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða fyrir 2022 að á síðasta ári voru settar upp 150 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði, Reykjanesi og Bjarkalundi. Jafnframt voru settar minni hleðslustöðvar í rekstur á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi, Tálknafirði og Þingeyri.

Á þessu ári verða settar verða upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, á Bíldudal og við Mjólkárvirkjun.
Einnig er stefnt að uppsetningu minni hleðslustöðva við Djúpavík, á Drangsnesi, Flateyri, Reykhólum og Suðureyri. Þar með verða helstu þéttbýliskjarnar á Vestfjörðum komnir með hleðslustöðvar frá Orkubúi Vestfjarða í einhverri mynd.

DEILA