Nemendur starfsbrautar Menntaskólans á Ísafirði fóru í skemmtilega menningar- og fræðsluferð til Reykjavíkur á dögunum ásamt kennurum sínum.
Farið var í margar heimsóknir í Reykjavík, meðal annars á Alþingi, í Hitt húsið og fleiri áhugaverða staði í borginni sem fólk heimsækir ekki dags daglega.

Hápunktur ferðarinnar var heimsókn til Guðna forseta á Bessastaði þar sem þau fengu meðal annars að gægjast í leynihólf forsetans.