Melrakkasetrið í Súðavík

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur um sem helgað er tófunni, eina upprunalega landspendýrinu á Íslandi. Í setrinu er sýning þar sem ýmis fræðsla er í boði um líffræði tegundarinnar, rannsóknir og nýtingu.

Í Melrakkasetrinu er kaffihús og minjagripasala og þar fara fram ýmsir viðburðir svo sem leiksýningar og tónleikar. Internetaðgangur er til staðar og aðstaða fyrir fundi og litlar ráðstefnur.

Melrakkasetrið hefur nú opnað á ný eftir veturinn og í maí verður opið frá 10:00 – 16.00.  

Í júní, júlí og ágúst verðu opið frá 09:00 til 18:00.  

Að venju verða ýmsar góðar veitingar í boði og góður kaffibolli.

DEILA