Leyft að nota lúsalyf

Þriðjudaginn 30. maí heimilaði Matvælastofnun lyfjameðhöndlanir með baðlausnum við laxalús á þremur eldissvæðum á Vestfjörðum. Ráðgert er að meðhöndlanirnar fari fram í júní næstkomandi.

Meðhöndlað verður með lúsalyfinu AlphaMax vet. (Deltametrín) í baðlausnum á eldissvæðunum Hvestu í Arnarfirði og Kvígindisdal í Patreksfirði en með lúsalyfinu Salmosan vet. (Axametifos) baðlausn á eldissvæðinu Tjaldanesi í Arnarfirði.

Matvælastofnun heimilaði þessar meðhöndlanir eftir ráðgjöf frá Fisksjúkdómanefnd og umsögn frá Hafrannsóknarstofnun.

Út frá fyrirliggjandi gögnum um stöðu og þróun laxalúsa á eldissvæðunum telur Matvælastofnun mikilvægt að bregðast við á þessum svæðum til að minnka smitálag og draga úr líkum á smitálagi á villta laxfiska.

DEILA