Ísafjörður: Tvísteinar ehf byggja raðhús á Tungubraut

Raðhúsin að Tungubraut 2 - 8.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur úthlutað Tvísteinum ehf lóðunum Tungubraut 10 – 16 undir 4ra íbúða raðhús.

Bæjarstjórnin staðfesti svo úthlutunina á fundi sínum í vikunni  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Áður byggði Hrafnshóll ehf 4 raðhús á lóðinni Tungubraut 2 – 8 á árunum 2020 og 2021.

DEILA