Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Tígurs ehf í gerð fyrirstöðugarðs fyrir sunnan Sundabakka. Tígur ehf var lægstbjóðandi með 25 m.kr. tilboð. Fjögur tilboð bárust:
Eftirfarandi verð bárust. Verð m vsk
- Tígur Hlíðargata 3 420 Súðavík kr. 25.005.619
- Keyrt og mokað Höfði 470 Þingeyri kr. 26.299.000
3. Steypustöð Ísafjarðar Sindragötu 27 400 Ísaf kr. 27.788.900
- Þotan Þjóðólfsvegur 416 Bolungarvík kr. 41.983.500.
Bæjarráðið tók svo fyrir í gær tilboð sem bárust í 80 metra fyrirstöðugarð við Norðurtanga. Verkið felst í flutningi grjóts úr námu í Dagverðardal að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn. Fjögur tilboð bárust einnig í það verk. Tígur ehf var lægstbjóðandi með tæplega 15 m.kr. tilboð. Samþykkt var að taka tilboði þess.
Eftirfarandi verð bárust. Verð m vsk
- Tígur Hlíðargata 3 Súðavík kr. 14.809.480
- Keyrt og mokað Höfða Þingeyri kr. 16.542.000
3. Steypustöð Ísafjarðar Sindragötu 27 400 Ísafirði kr. 17.644.000
- Verkhaf Bær 2 Súgandafjörður kr. 24.820.000