Ísafjarðarbær: samið við Tígur ehf um fyrirstöðugarða

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Tígurs ehf í gerð fyrirstöðugarðs fyrir sunnan Sundabakka. Tígur ehf var lægstbjóðandi með 25 m.kr. tilboð. Fjögur tilboð bárust:

              Eftirfarandi verð bárust.                               Verð m vsk

  1. Tígur Hlíðargata 3 420 Súðavík              kr.   25.005.619
  1. Keyrt og mokað       Höfði 470 Þingeyri kr. 26.299.000 

3. Steypustöð Ísafjarðar Sindragötu 27 400 Ísaf kr.   27.788.900

  1. Þotan Þjóðólfsvegur 416 Bolungarvík               kr.   41.983.500.

Bæjarráðið tók svo fyrir í gær tilboð sem bárust í 80 metra fyrirstöðugarð við Norðurtanga. Verkið felst í flutningi grjóts úr námu í Dagverðardal að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn. Fjögur tilboð bárust einnig í það verk. Tígur ehf var lægstbjóðandi með tæplega 15 m.kr. tilboð. Samþykkt var að taka tilboði þess.

Eftirfarandi verð bárust.                               Verð m vsk

  1. Tígur Hlíðargata 3 Súðavík                            kr. 14.809.480
  1. Keyrt og mokað     Höfða Þingeyri        kr. 16.542.000

3. Steypustöð Ísafjarðar Sindragötu 27 400 Ísafirði   kr. 17.644.000

  1. Verkhaf Bær 2 Súgandafjörður                  kr.    24.820.000

DEILA