Ingi Björn Guðnason ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð. mynd: Björn Ingi Bjarnason.

Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og tók hann formlega við starfinu í síðasta mánuði. Starf staðarhaldara á Hrafnseyri við Arnarfjörð var auglýst laust til umsóknar í lok síðasta árs og var Ingi Björn ráðinn úr hópi 17 umsækjenda.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Ingi Björn er með meistarapróf í almennum bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað um 15 ára skeið við Háskólasetur Vestfjarða. Áður hefur hann starfað við dagskrárgerð í útvarpi og sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini. Ingi Björn hefur mikla reynslu á sviði markaðs- og vefmála, skipulagningu menningarviðburða og miðlun menningarefnis.

DEILA