Í vor efna kennarar Tónlistarskólans til sérstakra hljómveitartónleika í Skjaldborg þar sem hljómsveitarleikur verður fyrirferðarmikill.
Blásarasveitin kemur fram, trommarar berja húðir, leikið verður á rafgítar og bassa og Lara syngur í nokkrum lögum.
Allir eru hvattir til að koma og hlusta á þessa flottu krakka og heyra hvað þau hafa verið að bralla í vetur.
Tónleikarnir eru á morgun þriðjudag kl. 20:00