Á miðvikudaginn fór árgangur 2018 á Eyrarskjóli á Ísafirði í útskriftarferð inn í Vigur. Þessir duglegu krakkar eru allir að ljúka vist sinni í Eyrarskjóli og halda á Tanga í haust.
Til að fagna þessum áfanga buðu Sjóferðir krökkunum í siglingu inn í Vigur þar sem ábúendur buðu krökkunum í heimsókn og leiddu þau um eyjuna þar sem þau nutu sín í nátturuskoðun og leik.
Þegar til baka var komið var svo pylsupartí á bryggjunni hjá Sjóferðum og fóru allir saddir og sælir aftur á leikskólann.
Myndir: aðsendar.


