Elfar Logi með útgáfuhóf í Verbúðinni

Kómedíuleikhúsið býður til útgáfuhófs í Verbúðinni Bolungarvík í tilefni bókarinnar Leiklist í Bolungarvík eftir Elfar Loga Hannesson fimmtudaginn 4 maí kl. 17:30.
Höfundur les úr bókinni og segir frá bókverkinu. Bókin verður til sölu á staðnum. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Stærsta leikhús landsins er í Bolungarvík. Svo sagði Lási kokkur og einsog jafnan áður sagði hann litla vitleysu. Elfar Logi Hannesson, leikari og blekbóndi, rekur hér sögu leiklistar í Bolungarvík allt frá landnámi til listlífs á verbúðatímanum og til hins merka leiklífs í Víkinni á síðustu öld og fram á okkar tíma. Það eru engar ýkjur að segja að mörg kraftaverkin hafa verið unnin í hinu bolvíska leikhúsi enda ekki að ástæðulausu að Bolungarvík er nefnt af gárungunum stærsta leikhús landsins.

Þetta er þriðja bókin í vestfirsku leiksögu útgáfu Kómedíuleikhússins. Áður hafa komið út Leiklist á Bíldudal, 2015, og Leiklist og list á Þingeyri, 2020.

DEILA