Nú er ljóst að tveir nemendur Grunnskóla Ísafjarðar komust í úrslit Pangeu 2023.
Það eru þeir Hálfdán Ingólfur Hálfdánsson í 8. bekk og Orri Norðfjörð í 9.bekk. Þetta er frábær árangur hjá þeim og er þeim óskað góðs gengis í úrslitakeppninni, sem haldin verður 15.apríl í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Pangea stærðfræðikeppni er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins.
Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.
Keppnin er haldin í yfir 20 löndum í Evrópu. Á Íslandi var keppnin var fyrst haldin vorið 2016 og þá tóku yfir 1000 nemendur þátt úr rúmlega 40 grunnskólum viðsvegar um landið. . Stigahæstu nemendunum er síðan boðið í úrslitakeppni sem haldin verður í Reykjavík. Stigahæstu þrír keppendurnir úr hvorum árgangi fá verðlaun að loknu keppni.