Ísafjörður: stúdentaíbúðirnar rísa hratt

Fyrra húsið af tveimur er risið á grunni sínum við Fjarðarstræti á Ísafirði. Það er fyrirtækið SEVE sem gengur rösklega til verks og eins og sjá má voru á föstudaginn bæði veggir og þak komin upp og voru þá ekki komnar tvær vikur frá því að verkið hófst. Þá var verið að undirbúa steypu á grunninn á efra húsinu.

Í hvoru húsi eru 20 íbúðir, sex einstaklingsíbúðir á neðri hæð og 14 heldur stærri á efri hæð.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.