Mánudagur 28. apríl 2025

Ísafjarðarprestakall: guðsþjónustur og helgigöngur um páskana

Auglýsing

Annasamt verður í Ísafjarðarprestakalli á næstu dögum. Í dag skírdag, verða guðsþjónustur í Ísafjarðarkirkju og Suðureyrarkirkju og í kvöld verður helgistund í Flateyrarkirkju og þingeyrarkirkju.

Á föstudaginn langa verður píslarganga og þrjár helgigöngur auk helgistundar á Eyri á Ísafirði. Dagurinn hefst snemma með píslargöngu frá Þingeyrarkirkju fyrir Dýrafjarðarbotn samtals 36 km leið. Þá verður helgiganga frá Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal að Holtskirkju í Önundarfirði. Þriðja helgigangan er frá Kirkjubóli í Dýrafirði að Þingeyrarkirkju.

Á páskadag verða einar sjö guðsþjónustur í jafnmörgun kirkjum. Í Dýrafirði verða guðsþjónustur í Þingeyrarkirkju og Mýrakirkju. Í Skutulsfirði verður hátíðarguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju. Einnig verða guðsþjónustur í Hólskirkju í Bolungavík, Súðavíkurkirkju, Suðureyrarkirkju og Holtskirkju.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir