Fréttir Vegagerðin: þungatakmörkunum aflétt 07/03/2023 Deila á Facebook Deila á Twitter Vegir á Vestfjörðum voru snjóléttir í gærkvöldi. Vegagerðin hefur ákveðið að aflétta í dag kl 10 öllum þungatakmörkunum sem settar voru á þann 24. febrúar á vegum á Vestfjörðum. Í gær var aflétt þungatakmörkunum á Dynjandisheiði. Um var að ræða 10 tonna ásþunga á velflestum vegum á Vestfjörðum.