Sveitarfélagaskólinn heim í hérað

Sveitarfélagaskólinn er stafrænn vettvangur námskeiða fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga sem hleypt var af stokkunum eftir sveitarstjórnarkosningar 2022.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú hannað vinnustofur fyrir kjörna fulltrúa með það að markmiði að  sveitarstjórnarfólk öðlist aukna þekkingu til að efla sig í árangursríkum samskiptum við úrlausn ágreiningsefna auk þess að reyna með raunhæfum hætti á þá þekkingu sem finna má í Sveitarfélagaskólanum.

Vinnustofur fara fram í öllum landshlutum og fær allt sveitarstjórnarfólk boð um að mæta á vinnustofu í sínum landshluta.

DEILA