Sundahöfn: hætt við losun í Pollinn

Úr minnisblaði Verkís.

Bæjarráð hefur breytt áformum um losun á uppdældu efni úr Sundahöfn og hætt við að losa það í Pollinn. Í minnisblaði Verkís kemur fram í Pollinum eru 6 útrásir og að fjórar þeirra liggi ofan við ætlaðan botn. Þótt framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á þær mun Þynning skólpmengunar verður minni vegna minna dýpis og því þyrfti að huga að lengingu útrása og eða sameina þær. Tvær útrásirnar, nr 2 og 3 má hins vegar ekki loka og ef efninu yrði varpað í hafið þar þyrfti aðgerðir til þess að koma í veg fyrir lokun þeirra.

Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs kemur fram að leyfi þurfi frá Umhverfisstofnun til losunar á efni í Pollinn og greina megi í svörum stofnunarinnar að vegna áhrifa á skolpmengun muni hún ekki heimila losunina.

Bæjarráðin leggur því til að frestað verði að dæla upp um 50.000 m3 af efni af hafsbotni úr Sundunum í Skutulsfirði. Jafnframt að bæjarstjóra verið falið að undirbúa vörpun um 150.000 m3 af efni í haf við Prestabugt. Samhliða er bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að byggingu varnargarðs út frá Norðurtanga vegna innburðar efnis úr hafi, sem þegar er farið að þrengja innsiglingu skipa í Skutulsfirði.

DEILA