Í samráðgátt stjórnvalda voru kynnt fyrir skömmu áform um breytingar á strandveiðum þar sem lagt er til að taka upp að nýju svæðisskiptingu og skipta heimiliðum afla milli þeirra. Alls bárust 36 umsagnir og voru flestar neikvæðar í garð þessara áforma.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga tók málið fyrir á fundi sínum 15. febrúar og samþykkti að skila ekki inn umsögn. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungasambandsins segir skýringuna vera tvíþætta „annars vegar vegna þess að það er ekki skýr afstaða allra sveitarfélaga á Vestfjörðum til málsins og við tölum jú fyrir þau sem tengist hinu atriðinu að ekki liggja fyrir gögn til að byggja umsögnina, eins og ályktanir frá fjórðungsþingi, stefnumörkun sem er samþykkt af öllum sveitarfélögunum eða víðtækt samráð. Því töldum við best að sveitarfélögin sjálf myndu skila inn umsókn því við töldum okkur ekki getað talað fyrir öll sveitarfélögin.“
Ekkert sveitarfélag á Vestfjörðum skilaði inn umsögn.