Á fimmtudaginn voru starfsmenn Orkubús Vestfjarða staddir í Skarðshlíð í Skötufirði að koma fyrir spennistöð fyrir laxeldiskvíar Háafells í Vigurál. Búið er að leggja sæstreng frá fóðurpramma að spennistöðinni.
Halldór V Magnússon framkvæmdastjóri Veitusviðs OV segir að Orkubúið sé í töluverðum framkvæmdum í Djúpinu á þessu ári vegna ört vaxandi eftirspurnar eftir meiri orku. „Ætlum að byggja nýja aðveitustöð á Nauteyri og hækka spennu á jarðstreng yfir Steingrímsfjarðarheiði.“
