Ný tannlæknastofa í Bolungavík

Katrín Ugla og Rebekka Líf á tannlæknastofunni í Bolungavík.

Opnuð hefur verið tannlæknastofa í Bolungavík að Höfðastíg 15, í húsnæði sem áður hýsti heilsugæslustöð Bolungavíkur. Það eru tvær ungar konur, Bolvíkingar, sem eru fluttar aftur vestur eftir nám, sem standa að stofunni Vesturbros. Þær keypti húsnæðið af Bolungavíkurkaupstað og hafa unnið að endurnýjun þess og standsetningu á undanförnum mánuðum og hafa nú formlega opnað.

Lokið verður við utanhússfrágang og málun í sumar. Aðgengi er fyrir hreyfihamlaða en það verður bætt frekar í sumar.

Katrín Ugla Kristjánsdóttir er tannlæknir frá H.Í og hefur starfað síðustu 3 ár í Reykjavík. Rebekka Líf Karlsdóttir er tannsmiður og starfar með tannlæknum hvaðan af í tannsmiðjunni hjà Vesturbros. Saman sinna þær allri almennri tannlæknaþjónustu fyrir allan aldur og leita til sérfræðinga þegar þess er þörf. Tannlæknastofan leggur metnað í barnatannlækningar og ætlar að sinna forvarnarstarfi eftir bestu getu hér á kjálkanum.

Tannlæknastofan í Bolungarvík tekur nú á móti bókunum í síma 456 7077.

Tannlæknastofna er til húsa í þessu húsi.
Glæsileg aðstaða er á tannlæknastofunni.

DEILA