Ný slökkvistöð: Suðurtangi talinn ákjósanlegastur kostur

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur Suðurtanga vera ákjósanlegasta kostinn fyrir nýja slökkvistöð í samræmi við staðarvalsgreiningu og minnisblað. Leggur nefndin til við bæjarráð að það taki afstöðu til staðarvalsgreiningar. 

Í minniblaði skipulagsfulltrúi á Umhverfis- og eignasviði kemur fram að tólf valkostir fyrir nýja slökkvistöð hafi verið skoðaðir. Niðurstaðan er að sjö hafi ekki verið taldir fýsilegir og að þrír kostir eru taldið ákjósanlegastir.

þessir þrír kostir eru taldir ákjósanlegastir fyrir nýja slökkvistöð.

Taka þurfi afstöðu til þess hvort úthluta eigi lóðunum til umsækjanda eða hvort halda eigi þessum lóðum fyrir mögulega nýbyggingu slökkvistöðvar og fella þar með af lóðarlista.

Eins og fyrr greinir telur nefndin Suðurtanga vera besta kostinn.

DEILA