Ný reglugerð um stafræna skráningu og skil aflaupplýsinga

Matvælaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um stafræna skráningu og skil aflaupplýsinga.

Samkvæmt reglugerðinni er skylda að skila aflaupplýsingum með stafrænum hætti í vefþjónustu Fiskistofu.

Ekki verður því lengur hægt að skila inn aflaupplýsingum á eyðublöðum eða undirrituðum á pappír til Fiskistofu frá og með 1. apríl næstkomandi.

Fiskistofa vonar að skipstjórar taki vel í þessa breytingu og bendir á eftirfarandi aðila sem bjóða upp á þjónustu til að skrá afla svo sem Hafsýn og Aflarann.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar um skil á aflaupplýsingum er svo hægt að nálgast í grein um afladagbækur á vef Fiskistofu.

DEILA