Lögreglan- sex kærðir fyrir og hraðakstur í síðustu viku

Í síðustu viku tók lögreglan á Vestfjörðum sex ökumenn fyrir of hraðan akstur.

Tveir voru stöðvaðir innanbæjar á Ísafirði annar á 60 km hraða en hinn á 66 km hraða, þar sem hámarkshraði er 30 km.

Þá voru fjórir stöðvaðir eftir að hafa verið mældir á of hröðum akstri þar sem hámarkshraði er 90 km. Sá sem hraðast ók þar mældist á 125 km haða. Einn þessara ökumanna, sem um ræðir reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Þá voru tvær líkamsárásir kærðar til lögreglunnar í liðinni viku.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í vikunni en ekki urðu meiðsl á fólki

Tveir ökumenn voru stöðvaðir um síðastliðna helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaðurinn var á Hólmavík en hinn á Ísafirði.

Einnig greinir lögreglan frá því að númeraplötur hafi verið fjarlægðar af tveimur ökutækjum sem ekki höfðu verið færðar til lögbundinnar skoðunar.

DEILA