Föstudagur 25. apríl 2025

Landsvirkjun: 96% erlendra ferðamanna jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi

Auglýsing

Könnun sem Gallup framkvæmdi að beiðni Landsvirkjunar meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sýnir jákvætt viðhorf þeirra til orkuvinnslu og orkumannvirkja á Íslandi. Könnunin var unnin með söfnun netfanga meðal ferðamanna sem fóru um Keflavíkurflugvöll um sumar/haust 2022.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • 96% erlendra ferðamanna eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi (vatnsafl, jarðvarma, vind), þar af 80% mjög jákvæð.
  • Um 96% ferðamanna töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland, þar af um helmingur mjög mikið, um 36% nokkuð og 9,5% lítið.
  • 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu engin áhrif.  Alls töldu því 99% orkuvinnsluna ýmist hafa haft jákvæð eða engin áhrif á upplifun þeirra af íslenskri náttúru.
  • 54% segja að frekari orkuvinnsla muni gera þau líklegri til að heimsækja Ísland aftur í framtíðinni. Um 1% ólíklegri. 45% engin áhrif.

Langflestir eða 81% sögðust hafa séð jarðvarmavirkjun, 61% höfðu séð raflínur, 43% vatnsaflsvirkjun og 24% miðlunarlón.

Þegar þeir voru beðnir um að lýsa sjónrænum áhrifum sögðu 84% að þau væru jákvæð gagnvart jarðvarmavirkjun og aðeins 2% lýstu áhrifunum sem neikvæðum. Gagnvart vatnsaflsvirkjunum reyndust 75% lýsa jákvæðum sjónrænum áhrifum og aðeins 2% neikvæðum. Miðlunarlóð virkuðu einnig jákvæð á svarendur, 73% sögðu sjónræænu áhrifin jákvæð og 3% neikvæð. Raflínur virkuðu síst jákvæð, þó sögð 39% áhrifin vera jákvæð og 13% neikvæð. Þar sögðu 52% áhrifin vera hvorki/né.

Frekari orkuvinnsla virkar vel á ferðamenn

Þegar spurt var um áhrifin af frekari orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum á erlendu ferðamennina sögðu 54% þeirra að líklegra væri að þeir kæmu aftur til Íslands vegna þess og aðeins 1% sögðu það ólíklegra.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir