KVÍAR

Kviar Mynd tekin 2018

Kvíar voru stórbýli í Kvíadal í mynni Lónafjarðar. Þar bjuggu undir það síðasta tvær fjölskyldur ásamt vinnufólki sem yrkjaði landið og sótti sjóinn.

Saga byggðar í dalnum nær aftur til fjórtándu aldar og víða sjást minjar um byggingar seinni tíma í nágrenninu. 

Síðustu ábúendurnir yfirgáfu Kvíar árið 1948 og húsið stóð nánast tómt fram til ársins 2012 þegar ákveðið var að gera húsið upp og nýta sem miðstöð í allskonar ævintýraferðir bæði sumar og vetur.

Eftir mikla og þrotlausa vinnu, var verkinu lokið árið 2016. Húsinu var bjargað frá því að verða rústir einar eins og víða hefur gerst á Hornströndum.

Af vefsíðunni boreaadventures.com

DEILA