Kerecis á lista yfir fyrirtæki í Evrópu sem eru í örum vexti

Bandaríski viðskiptavefurinn businesswire.com greindi frá því í gær að ísfirska fyrirtækið Kerecis væri á lista Financial Times yfir þau 1000 fyrirtæki í Evrópu sem væru í hvað mestum vexti. Er þetta sjöunda árið sem Financial Times tekur saman slíkan lista og í fyrsta skiptið sem Kerecis kemst á listann. Tekið er saman hversu mikið tekjur hafa vaxið frá 2018 – 2021.

Á þennan mælikvarða jukust tekjur Kerecis um 636,5% , sem gerir 94,6% árlegan vöxt á hverju þessara ára og fjöldi starfsmanna jókst úr 59 upp í 196. Saga Kerecis hófst árið 2007. Kerecis er nr 246 á listanum og er eina íslenska fyrirtækið sem kemst á FT1000 listann. Sé listinn greindur eftir sviðum þá er Kerecis í 5. sæti af fyrirtækjum á heilbrigðissviði.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson.

Forstjóri og stofnandi Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson.

DEILA