Ísafjörður: 20-23 íbúðir á Sindragötu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf fái úthlutað byggingarréttinn að matshluta 02 á nýju fjölbýlishúsi á lóðinni Sindragötu 4a, Ísafirði. Fram kemur að á lóðinni verði tvær íbúðabyggingar með samtals 20 – 23 íbúðum, þar af 10 íbúðum minni en 60 fermetrar.

Gert er ráð fyrir 0,75 bílastæðum á hverja íbúð og að gera megi ráð fyrir að helmingur þeirra verði í kjallara íbúðarhúsanna. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað úr 0,5 í 1 til samræmis við markmið aðalskipulags um þéttingu byggðar.

Málið verðir tekið til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar næstkomandi þriðjudag 28. mars 2023.