Ísafjarðarbær: framkvæmdir 2022 aðeins helmingur áætlunar

Frá framkvæmdum við Sundabakka. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Uppgjör Ísafjarðarbæjar á framkvæmdum síðasta árs liggur fyrir. í fjárhagsáætlun 2022 var gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 640 milljónir króna. Þessi tala lækkaði með viðaukum sem síðar voru samþykktir niður í 440 milljónir króna. Lokauppgjör ársins leiðir í ljós að framkvæmdir lækkuðu enn og urðu 316 milljónir króna eða rétt um helmingur þess sem ráðgert var í upphafi.

Samkvæmt yfirliti fjármálastjóra eru helstu skýringarnar þær að hætt var við landfyllingu sem kosta átti 160 m.kr. og til gatnagerða átti var verja 99m.kr en var lækkað um 75 m.kr. Þá seinkaði dýpkun Sundahafnar sem gerði það að verkum að unnið var fyrir 133 m.kr. í stað 200 m.kr.

Í húsnæði og lóðir fóru 52 m.kr. Þar var helst 29 m.kr. í kaup á Suðurtanga 2 og 17 m.kr. i viðgerðir á Safnahúsi, dren og sökklar. Framkvæmt var fyrir 35 m.kr. í opin svæði, þar var helst ný göngustígur við Sundstræti 21 m.kr. Í mengunarbúnnað á Suðureyri fóru 9 m.kr. eftir mengunarslys þar og 6 m.kr. í upptökubraut á Flateyri. Í vatnsveitu í Staðardal fóru 43 m.kr en í það fékkst 27 m.kr. styrkur frá Fiskeldissjóði og Snerpa og OV greiddu 9 m.kr. Þá voru 37 m.kr. framkvæmdir við fráveitu í Suðurtanga og 6 m.kr. við Eyrarveg.

DEILA