Hnífsdalur: Bakkaskjól selt

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að auglýsa fasteignina Bakkaveg 19, Bakkaskjól, til sölu og verða kauptilboð lögð fyrir bæjarstjórn. Söluandvirðið verður lagt í endurbætur á fasteignum í eigu Ísafjarðarbæjar í Hnífsdal segir í bókun bæjarráðs.

Í minniblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs segir að fyrir liggi verðmat frá Fasteignasölu Vestfjarða, og hægt verði að hafna tilboðum á grundvelli þess verðmats. Önnur gögn sem liggja fyrir eru umsögn Veðurstofu, dags. 5. des. sl., vegna ofanflóðahættu. Ekki er gerð athugasemd við að húsnæðið verði tekið úr notkun sem leiksskóli, í íbúðarhús.
Á fundi bæjarstjórnar 5. jan sl. var samþykkt nýtt lóðarblað fyrir fasteignina þar sem lóðamörk eru dregin saman, þannig að útivistarsvæði barna haldi sér að mestu.