Fimmtudagur 24. apríl 2025

52% vilja banna sjókvíaeldi

Auglýsing

52,4% aðspurðra í könnun Gallup vilja banna eldi í opnum sjókvíum við Ísland, en 24,8% vilja leyfa það áfram. Könnunin var í öllum landshlutum dagana 16. – 27. febrúar og voru svarendur 956. Af þeim tóku 78,5% afstöðu. Spurðir voru 1.822 og er þátttökuhlutfallið 52,5%.

Verndarsjóði Villtra Laxastofna (NASF), Íslenska Náttúruverndarsjóðnum (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi stóðu að könnuninni.

Einnig var spurt hversu jákvæður og neiðkvæður svarandi væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og sögðust 14% vera jákvæð og 61% neikvæð. Nærri 90% tóku afstöðu til þeirrar spurningar.

Í yfirlýsingu frá NASF, IWF, Landssamband Veiðifélaga og Laxinn Lifi segir :

„Undirrituð samtök skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er. Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja. 

Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi. 

Öll áform um stækkun iðnaðarins eru hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. „

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir