Nauteyrarkirkja

Nauteyrarkirkja var reist árið 1885.

Sóknarkirkjan var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Langadal þar sem hún hafði staðið öldum saman og á Kirkjubóli er grafreitur og í honum m.a. legsteinn séra Torfa Snæbjörnssonar.

Kirkjan á Nauteyri er timburkirkja, bárujárnsklædd. Hún var endurvígð 1986 eftir mikla viðgerð. Er hún veglegt guðshús og tekur hátt á annað hundrað manns í sæti. Af merkum munum má nefna kaleik frá 1750 eftir Sigurð Þorsteinsson silfursmið í Kaupmannahöfn.

Jarðgrunnt er á Nauteyri þannig að ekki er unnt að taka nema grunnar grafir í kirkjugarðinum. Af þeim sökum eru leiðin óvenjuhá en jarðvegurinn er aðfluttur. 

Nauteyrarkirkja er í Hólmavíkurprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Af vefsíðunni sarpur.is

DEILA