Mikill verðmunur á matvöru

Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sem framkvæmd var þann 15. febrúar var meiri munur á verði milli verslana en áður en í þetta skiptið var áhersla lögð á að bera saman lægsta kílóverð á vörum.

Við skoðun á meðalverði á þeim 113 vörum sem könnunin náði til kemur í ljós að Bónus var með lægsta meðalverðið.

Verð á vörum í versluninni var að meðaltali 6% frá lægsta verði. Því fleiri vörur sem eru langt frá lægsta verði í hverri verslun og því lengra sem verð á vörum er frá lægsta verði, því hærra verður gildið.

Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verðið á öllum vörum hefði viðkomandi verslun fengið gildið 0.

Meðalverð í Krónunni reyndist næstlægst, að meðaltali 11% frá lægsta verði. Fjarðarkaup er að meðaltali 28% frá lægsta verði og Nettó og Hagkaup á svipuðum slóðum eða 30% frá lægsta verði.     

Iceland var með hæsta meðalverðið og var verð á þeim vörum sem könnunin náði til að meðaltali 54% hærra í versluninni en lægsta verð. Verð í Heimkaup var að meðaltali 51% hærra en lægsta verði og 48% hærra í Kjörbúðinni. 

 Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.  

 

DEILA