Jón Páll: vonbrigði að enn séu tafir á leyfi fyrir eldi í Djúpinu

„Það eru vonbrigði að einu sinni enn er verið að tefja fyrir leyfisveitingu á fiskeldi í Ísafjarðadjúpi“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík um þá ákvörðun svæðisráðs um strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði í desember sl. að tekið verið upp áhættumat strandsiglinga. Vegna þess hefur Matvælastofnun frestað útgáfu leyfa til sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi til Arnarlax og Arctic Fish en þau voru tilbúin fyrir jól.

Jón Páll segir mikilvægt að úr þessu verði leyst sem allra fyrst og skorar á Landhelgisgæsluna, Vegagerðina og Samgöngustofu að útbúa áhættumat siglinga hið fyrsta fyrir þau svæði þar sem leyfi bíða afgreiðslu. Telur hann að afgreiðslutíminn verði að teljast í vikum frekar en ma´nuðum og árum.

DEILA