Ísafjörður: undirbúið útboð á gervigrasi

Torfnesvöllur á fögrum sumardegi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vinnur að því að bjóða út gervigras á Torfnesvöll. Á fundi sínum í vikunni var farið yfir minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs vegna frumathugunar og kostnaðarmat við útboð á nýju gervigrasi við Torfnes og jafnframt tvö minnisblöð Bjarna Þórs Hannessonar um tegundir gervigrass og innfyllingarefni.

Bókað var að umræður hefðu verið um óskir og tillögur knattspyrnudeildar Vestra um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi, s.s. möguleika á undirhita, vökvunarkerfi, tegund gervigrass og fleira og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Á fundinum voru fulltrúar HSV og Vestra, Tinna Hrund Hlynsdóttir, formaður unglingastarfs Vestra

Svavar Þór Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra

Samúel Samúelsson,formaður meistaraflokks knattspyrnudeildar Vestra.

Í minniblaði sviðsstjóra er lagt að bæjrráði að taka afstöðu til tegundar grass á aðalvöll, með hliðsjón af kostnaði og endingu og gerð grein fyrir valkostum. Ekki er gert ráð fyrir í útboði hitakerfi, vökvunarkerfi og ljósamöstrum (einungis undirstöður).

DEILA