Ísafjarðarhöfn: Sóley við dælingu

Álfsnesið sem hefur verið á Ísafirði við dýpkunarframkvæmdir var kallað suður í Landeyjarhöfn. Dýpkunarskipið Sóley er komin vestur í staðinn og tekin til starfa. Hefur Sóley þegar farið með efni í fyllingu undir kalkþörungaverksmiðjuna sem verður fyrir innan Langeyri í Álftafirði.

1.123 tonn af botnfiski í janúar

Í síðasta mánuði komu 1.123 tonn af botnfiski á landi í Ísafjarðarhöfn. Þar af voru 86 tonn af rækju. Þrír bátar voru á rækjuveiðum, Ásdís ÍS var með 53 tonn, Valur ÍS 24 tonn og Halldór Sigurðsson ÍS 8 tonn.

Alls var landað 1.37 tonn af þremur togurum. Páll Pálsson ÍS aflaði 658 tonn í 9 veiðiferðum, Jóhanna Gísladóttir GK 184 tonn og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 196 tonn af afurðum.

DEILA