Icelandic Wildlife Fund: 13 – 18 m.kr. tekjur árlega

Umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund hefur birt á vefsíðu sinni ársreikninga sjóðsins frá stofnun 2017 til og með 2021. Tekjur sjóðsins eru frá 13 – 18 milljónir króna á ári að undanskildu árinu 2020 þegar þær voru 8,8 m.kr. Tekjurnar eru frá 2019 eingöngu styrkir en fyrstu tvö árin var lítils háttar seld þjónusta. Ekki kemur fram frá hverjum styrkirnir eru en á vefsíðunni segir að tugir einstaklinga og félaga styðja starf IWF með frjálsum framlögum. „Hæsti einstaki styrkur sem sjóðurinn hefur fengið nemur 10.000 dollurum og kom frá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia árið 2019 fyrir milligöngu Tides Foundation.“

Stærsti útgjaldaliðurinn í rekstrinum eru aðkeypt þjónusta sem er frá 7,3 – 12,7 m.kr eftir árum nema fyrsta árið þegar þessi liður var 0 og vörukaup 15,5 m.kr. Aðspurður um það hvort þessi liður sé fyrst og fremst hans vinna, en hann er ritstjóri vefsíðu og ábyrgðamaður segir Jón Kaldal að „IWF kaupir fjölbreytta aðkeypta þjónustu, frá endurskoðunar-fyrirtæki, grafískum hönnuðum, fjölmiðlum (auglýsingabirtingar til dæmis hjá BB), vefhýsingu, tæknifyrirtæki og fleiri aðilum, þar á meðal mína, sem ég sinni í hlutastarfi.“

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður er næst stærsti kostnaðarliðurinn og er frá 1,2 -2,6 m.kr. á ári.

Stofnfé stofnunarinnar er kr. 1.155.000 og skiptist það jafnt milli stofnenda sem eru:

Ingólfur Ásgeirsson, kt. 081166-5799 50%
Lilja R. Einarsdóttir, kt. 101273-3779 50%

PricewaterhouseCoopers ehf hefur aðstoðað við gerð ársreikninga en taka fram að fyrirtækið hvorki veiti álit byggt á endurskoðun né ályktun byggða á könnun um hvort ársreikningurinn sé gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur þar sem aðstoðin er ekki staðfestingarverkefni.

 

DEILA