Handbolti: kemur fyrsti sigurinn á morgun?

Á morgun , sunnudag kl 14 mætir Hörður liði ÍR í úrvalsdeildinni í handknattleik í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Hörður átti hörkuleik við KA á Akureyri í síðustu umferð og töpuðu leiknum með aðeins einu marki. Leikur Harðar og ÍR hafa verið jafnir bæði i vetur og í fyrra, þegar liðin voru í Grilldeildinni og góðar líkur eru á því að Hörður ná fyrsta sigri sínum í úrvalsdeildinni. Liðið hefur bætt við leikmönnum í hléinu sem gert var á deildinni vegna heimsmeistaramótsins og hefur alla burði til þess að sækja sigur í leiknum á morgun.