Handbolti: jafntefli í gær

Botnliðin í Olísdeildinni í handknattleik mættust á Torfnesi á Ísafirði í gær þegar Hörður tók á móti ÍR. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og náðu 6 marka forystu 13:7 eftir 22 mínútna leik. ÍR drógu á og minnkuðu muninn í 2 mörk 15:13 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Harðarmenn forystunni fyrstu 10 mínúturnar en þá jöfnuðu ÍR – ingar í 20:20. Næstu mínútur var jafnt en heimamenn á undan að skora. Tólf mínútur fyrir leikslok náði ÍR forystunni í fyrsta skipti 23:24. Skömmu fyrir leikslok skoraði José Esteves Neto og Hörður tók aftur forystuna 29:28. Þá skorðuð Breiðhyltingar tvö mörk og náðu forystunni að nýju Neto átti síðasta orðið og jafntefli varð niðurstaðan.

Hikawa var markahæstur heimamanna með 6 mörk og Aristi gerði 5 mörk. Lebedevs varð 10 skot, þar af eitt víti.

Hörður er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig og ÍR er í því næstneðsta með 6 stig.

DEILA