Hafís gæti færst nær landi

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:30, mánudaginn 27. febrúar 2023.

Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 80 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi.

Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.

Á morgun (þriðjudag) snýst í stífa suðvestanátt á Grænlandssundi og ræður hún ríkjum þar fram á föstudag. Ísinn gæti því færst nær landi af völdum vinds næstu daga.

DEILA